Landupplýsingar
Forseti flytur ávarp í upphafi ráðstefnu LÍSU, samtaka um landupplýsingar á Íslandi. Í ávarpinu áréttaði forseti að enn ætti eftir að kortleggja með viðeigandi hætti stóran hluta Norðurslóða, afla upplýsinga um landslag og náttúrufar og mikilvægt væri að íslenskir sérfræðingar og vísindamenn tækju þátt í alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði sem einnig myndi gefa okkur til muna ítarlegri gagnagrunn um íslenskt landslag og landkosti.