Glíman við sár og öldrun
Forseti á fund með íslenskum og bandarískum vísindamönnum og viðskiptaaðilum sem líftæknifyrirtækið Kerecis hefur tengt saman til að auka samvinnu í þágu rannsókna og þróunar til að annars vegar græða sár sem illa eru læknanleg og hins vegar að hægja á öldrun mannlíkamans. Sá árangur sem Kerecis hefur náð með framleiðslu lækningavara úr fiskroði hefur að dómi hinna bandarísku aðila víðtækt gildi fyrir frekari framfarir á þessum sviðum. Aukinn skilningur á lífríki jarðarinnar og uppgötvanir í læknisfræði og tækni geta leitt til byltingarkenndra breytinga varðandi heilsu manna.