Veftré Print page English

Jarðhitasamstarf. Meira en 20 borgir


Forseti á fund með Zhang Zhaoping, stjórnarformanni Sinopec Star, um árangurinn af jarðhitasamstarfi Íslands og Kína en nú þegar hafa verið byggðar á vegum þess hitaveitur í meira en 20 kínverskum borgum í 5 fylkjum. Meðal borganna er Xiongxian sem er fyrsta borgin í Kína sem er alfarið hituð með jarðhita og nú kynnt sem fyrsta kolareykslausa borgin í Kína. Í öllum þessum borgum koma hitaveitur í stað kolakyndingar. Sinopec, sem er stærsta orkufyrirtæki Kína, stefnir að stórauknum vexti í byggingu hitaveitna á grundvelli þeirrar reynslu sem samstarfið við Ísland hefur skapað. Jarðhitavæðing er mikilvægt framlag til að draga úr mengun í kínverskum borgum og minnka útblástur á koltvísýringi. Einnig kynnti Zhang áform um að hefja rafmagnsframleiðslu á grundvelli jarðhitanýtingar. Fundinn sat einnig Haukur Harðarson, stjórnandi Arctic Green Energy, sem skipulagt hefur þátttöku íslenskra jarðhitafyrirtækja, tækni- og verkfræðifyrirtækja í þessari uppbyggingu í Kína.Í opinberri heimsókn Jiang Zemin, þáverandi forseta Kína, til Íslands árið 2002 var lagður grundvöllur að þessu samstarfi sem síðan hefur verið meðal helstu viðfangsefna á fundum forseta Íslands með bæði eftirmanni hans Hu Jintao og núverandi forseta Kína Xi Jinping