Veftré Print page English

Kasakstan. Kjarnorkuafvopnun og Öryggisráðið


Forseti á fund með Byrganym Aitimova öldungadeildarþingmanni frá Kasakstan sem afhenti bréf frá forseta Kasakstans Nursultan Nazarbayev þar sem fjallað er um áherslur varðandi kjarnorkuafvopnun í ljósi reynslu landsins af kjarnorkutilraunum á tíma Sovétríkjanna sem og framboð landsins til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. Einnig var rætt um heimssýningu árið 2017 í Kasakstan þar sem áhersla verður lögð á framtíðarþróun orkumála og möguleika á jarðhitanýtingu í landinu.