Laval háskólinn
Forseti á fund með Denis Brière rektor Laval háskólans í Québec og Éric Bauce vararektor um hlutverk háskóla og vísindastofnana í samstarfi og þróun Norðurslóða. Laval háskóli sem var stofnaður fyrir 350 árum er á eftir Harvard annar elsti háskóli Norður Ameríku. Rætt var um þátttöku háskólans í Arctic Circle Forum sem haldið verður í Québec í mars á næsta ári í samstarfi við ríkisstjórn Québec, og aðkomu stúdenta og fræðimanna við háskólann að þeim fundi. Þá kynnti rektorinn einnig áform um myndun sérstaks sjóðs við háskólann og lýsti áhuga á frekara samstarfi við íslenska háskóla.