Veftré Print page English

Sendiherra Indlands


Forseti á fund með nýjum sendiherra Indlands á Íslandi Rajiv Kumar Nagpal sem afhenti trunaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um vaxandi samvinnu landanna bæði á sviði margvíslegra viðskipta og nýtingar hreinnar orku, bæði jarðhita og vatnsafls. Þá var einnig fjallað um samvinnu á Himalajasvæðinu um rannsóknir á bráðnun jökla og breytingar á vatnsbúskap Asíuþjóða sem og þjálfun ungra indverskra jöklafræðinga á Íslandi. Indland varð fyrir fáeinum árum aðili að Norðurskautsráðinu og stefnir að vaxandi þátttöku í málefnum Norðurslóða en gagnlegt er að nýta reynsluna af samvinnu á Norðurslóðum til að bæta sambúð og rannsóknir þjóðanna á Himalajasvæðinu. Að fundinum loknum var móttaka á Bessastöðum fyrir ýmsa íslenska aðila sem eiga í margvíslegri samvinnu við Indland.

 

indland2015