Veftré Print page English

Geðheilbrigðisdagurinn


Forseti flytur ávarp í upphafi hátíðarhalda í tilefni af Alþjóðlega geðheilbrigðisdeginum en forseti er verndari dagsins. Setningin fór fram í anddyri Útvarpshússins og þaðan var gengið í fylkingu í Kringluna þar sem dagskrá verður fram eftir degi. Í ávarpi fagnaði forseti auknum skilningi á geðsjúkdómum og þakkaði þeim sem hafa opnað umræðuna og skapað meira umburðarlyndi og þekkingu. Mikilvægt væri að árétta að þótt fólk glímdi við geðsjúkdóma gæti það lagt mikið af mörkum til samfélags, atvinnulífs, menningar og vísinda.