Veftré Print page English

Afmæli Kauphallarinnar


Forseti flytur ávarp í fagnaði í tilefni af 30 ára afmæli Kauphallarinnar en samkoman var haldin í Listasafni Reykjavíkur. Í ávarpi lýsti forseti þeim þáttaskilum sem urðu í íslensku þjóðfélagi í þann mund sem Kauphöllin var sett á laggirnar. Áður hafði nánast allt viðskiptalíf landsins verið háð fáeinum samsteypum og því væri samspil lýðræðis og frjáls markaðar enn tiltölulega ung reynsla Íslendinga. Mikilvægt væri á komandi árum að skapa tengsl frumkvöðla, ungs athafnafólks og nýsköpunarfyrirtækja við fjárfesta á almennum markaði.