Veftré Print page English

Sendiherrar Meet in Reykjavík


Forseti flytur ávarp í upphafi málþings sem haldið er á vegum kynningarstofunnar Meet in Reykjavík með fulltrúum ýmissa félagasamtaka og stofnana sem samþykkt hafa að vera sendiherrar ráðstefnuborgarinnar Reykjavíkur. Í ávarpi áréttaði forseti hinn nýja sess Reykjavíkur sem alþjóðlegur fundarstaður og mikilvægi þess að vandað væri til verka jafnframt því sem breyta þyrfti skipulagi menningarlífs á þann hátt að hinn mikli fjöldi erlendra gesta gæti yfir sumarmánuðina einnig kynnst íslensku tónlistarlífi, leikhúsi og kvikmyndum.