Veftré Print page English

Sendiherra Aserbaídsjan


Forseti á fund með nýjum sendiherra Aserbaídsjan, hr. Tahir Tofig oglu Taghizadeh sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um hugsanlegt samstarf landanna á sviði endurnýjanlegrar orku sem og þróun efnahagslífs í Aserbaídsjan og áform stjórnvalda um að gera landið að miðstöð fyrir flutninga og samskipti milli Evrópu og Asíu. Þá var einnig rætt um Íslendingasögur og uppruna Íslendinga og annarra norrænna manna en ýmsir hafa haldið fram að norrænir menn hafi á sínum tíma komið frá Aserbaídsjan. Sendiherrann er áhugamaður um íslenskar fornbókmenntir og var fjallað um möguleika á frekari rannsóknum á fornum tengslum norræna manna við Aserbaídsjan.

 

Aserbaidjan_2015