Veftré Print page English

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins


Forseti afhendir umhverfisverðlaun atvinnulífsins sem Samtök atvinnulífsins hafa stofnað til. Verðlaunin voru veitt í tveimur flokkum: 1. Framtak ársins en þau verðlaun hlaut Orka náttúrunnar fyrir framlag sitt til rafbílavæðingar. 2. Umhverfisfyrirtæki ársins er Steinull á Sauðárkróki sem hlaut verðlaunin fyrir framlag sitt á undanförnum áratugum. Í ávarpi þakkaði forseti Samtökum atvinnulífsins fyrir frumkvæði að þessum nýju verðlaunum en þau yrðu vafalaust fyrirtækjum hvatning til að gera betur á vettvangi umhverfismála. Þá væri einnig mikilvægt að halda til haga því sem vel væri gert.  Um leið og hlustað væri á gagnrýni væri mikilvægt að almenningur, einkum unga fólkið, kynni góð skil á því sem vel hefði tekist á Íslandi.