Veftré Print page English

Forsætisráðherra Bútan


Forseti á fund í New York með forsætisráðherra Bútans Tshering Tobgay um samvinnu landanna í baráttunni gegn loftslagsbreytingum m.a. í framhaldi af þingi um þróun jökla og vatnsbúskapar á Himalajasvæðinu, Himalaya-Third Pole Circle, sem forseti átti frumkvæði að og haldinn var í boði stjórnvalda og konungsins í Bútan fyrr á þessu ári. Ríki á Himalajasvæðinu hafa vaxandi áhuga á að nýta sér reynsluna sem samvinna á Norðurslóðum hefur skapað á undanförnum áratugum. Þá var einnig rætt um hvernig reynsla Íslendinga í nýtingu hreinnar orku, uppbyggingu ferðaþjónustu og stjórnsýslu gæti nýst Bútan í ljósi þess að ýmsar lausnir eru hagkvæmari fyrir smærri ríki en aðferðir hinna stærri.