Framúrskarandi ungir Íslendingar. JC
Forseti veitir viðurkenninguna Framúrskarandi ungir Íslendingar sem JC hreyfingin á Íslandi veitir ungum Íslendingum sem skarað hafa fram úr á sviði samhjálpar, menningar, íþrótta, nýsköpunar og á fleiri sviðum. Tíu einstaklingar eru árlega tilnefndir til verðlaunanna en þau hlaut að þessu sinni Rakel Garðarsdóttir fyrir baráttu sína gegn sóun matvæla.