Sendiherra Norður-Kóreu
Forseti á fund með nýjum sendiherra Norður-Kóreu á Íslandi, hr. Yong Dok Kang, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um áhuga þarlendra stjórnvalda á aukinni nýtingu hreinnar orku og reynslu Íslendinga á því sviði sem og á öðrum þáttum í efnahagsþróun Íslands. Þá var einnig fjallað um flókna sambúð Norður-Kóreu við nágranna sína og ágreiningsefni í viðræðum við Bandaríkin og önnur ríki á undanförnum árum og áratugum, allt frá því að Kóreustríðinu lauk á sínum tíma. Lýsti sendiherrann áhuga stjórnvalda á að efla árangursríka efnahagssamvinnu við önnur ríki.