Veftré Print page English

Samráðsvettvangur veðurstofa. Heimskauta- og háfjallasvæði


Forseti á fund með sérfræðingum og stjórnendum veðurstofa víða að úr veröldinni sem sitja fund samráðshóps um heimskauta- og háfjallasvæði en samráðshópurinn starfar á vegum Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, World Meteorological Organization. Veðurstofa Íslands hefur skipulagt samráðsfundinn á Íslandi. Rætt var um vaxandi mikilvægi heimskautasvæða og háfjallasvæða eins og Himalajasvæðisins í loftslags- og veðurkerfum veraldarinnar og hvernig umræðuvettvangur eins og Arctic Circle og Himalayan-Third Pole Circle geta nýst til að auka skilning á niðurstöðum þeirra rannsókna og athugana sem stundaðar eru á vegum veðurstofa og samtaka þeirra. WMO mun meðal annarra skipuleggja málstofu á þingi Arctic Circle í október.