Veftré Print page English

Sendiherra Alsírs


Forseti á fund með nýjum sendiherra Alsírs á Íslandi, hr. Ahcene Kerma, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um hlutverk Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna og Landgræðsluskóla Sameinuðu þjóðanna sem starfræktir eru á Íslandi til að þjálfa fólk frá þróunarlöndum sem vilja þróa nýjar leiðir í sjávarútvegi og berjast gegn landeyðingu og vaxandi ásókn eyðimerkur. Þá var einnig rætt um lærdómana sem draga má af atburðum í Miðausturlöndum á undanförnum árum og birtast meðal annars í þeim erfiðleikum sem Alsír glímir við í kjölfar atburða í Líbíu og öðrum nágrannalöndum. 

 

Alsir_2015