Veftré Print page English

Sendiherra Kasakstans


Forseti á fund með nýjum sendiherra Kasakstans á Íslandi,  hr. Erzhan Kazykhanov, sem afhenti trúnaðarbréf á Bessastöðum. Rætt var um áhuga stjórnvalda í Kasakstan á að þróa endurnýjanlega orku og efna til sérstakrar kynningar á hlutdeild hreinnar orku í framtíðarorkubúskap veraldar á heimssýningunni sem haldin verður í Kasakstan 2017. Þá var einnig fjallað um þær breytingar sem eru að verða á viðskiptakerfi heimsins og birtast meðal annars í nánu samstarfi Kasakstans, Kína og Rússlands. Einnig var rætt um þjálfun ungs fólks í íþróttum, m.a. í ljósi reynslu Íslendinga og Kasakstana af þátttöku í undankeppni Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu. Þá lýsti sendiherrann áhuga stjórnvalda í Kasakstan á að gera rammasamninga við Ísland um skattgreiðslur og viðskipti sem greitt gætu götu frekara samstarfs í framtíðinni.

 

Kasakstan_2015