Vesturíslendingar. Snorri+
Forseti tekur á móti hópi fólks úr byggðum Íslendinga í Kanada og Bandaríkjunum sem heimsækir Ísland til að kynnast landi og þjóð, heimsækja ættingja og fræðast um byggðarlögin þar sem ættmenn þeirra bjuggu áður en fólksflutningarnir vestur um haf hófust á 19. öld. Rætt var um vaxandi áhuga á sögu Vesturíslendinga og mikilvægi gagnkvæmra samskipta. Snorraverkefnið hófst með heimsóknum ungs fólks úr Íslendingabyggðum en Snorri+ hefur á undanförnum árum skipulagt heimsóknir fullorðins fólks til Íslands og komið á tengslum við ættmenn þess á Íslandi.