Veftré Print page English

Matarmarkaður í Hörpu


Forseti flytur ávarp á matarmarkaði sem haldinn er í Hörpu og sem verður framvegis haldinn sem sérstök matarhátið með þátttöku fjölmargra íslenskra framleiðenda sem nýta sér afurðir lands og sjávar í fjölþætta framleiðslu. Í ávarpinu þakkaði forseti þeim fjölmörgu vítt og breitt um landið sem ynnu við nýsköpun og frumlega framleiðslu. Fjölskyldur og lítil fyrirtæki hefðu skapað litskrúðuga flóru á þessum vettvangi sem auðgaði íslenska matarmenningu og væri á vissan hátt ný stoð í ferðaþjónustu samtímans.