Arctic Circle
Forseti á fund í Anchorage með Alice Rogoff, útgefanda Alaska Dispatch og einni af stofnendum Arctic Circle, um árangurinn af málþinginu sem haldið var í Anchorage og helgað höfnum og siglingum á Norðurslóðum. Það var hið fyrsta í röð Arctic Circle Forums um sérhæfð efni sem haldin eru í öðrum löndum til viðbótar við hin árlegu þing Arctic Circle í Reykjavík. Rætt var um hvernig Arctic Circle hefur nú þegar fest sig í sessi sem víðtækur alþjóðlegur vettvangur fyrir umræður og samstarf um þróun Norðurslóða. Þá var og rætt um að efla fréttaflutning um málefni Norðurslóða með nýtingu netmiðla, m.a. með tilliti til reynslu Alaska Dispatch.