Veftré Print page English

Samráðsfundur með Robert Papp


Forseti á samráðsfund í Anchorage með Robert Papp, sérstökum sendimanni utanríkisráðherra Bandaríkjanna í málefnum Norðurslóða og fyrrum yfirmanni bandarísku strandgæslunnar, um málstofu á þingi Arctic Circle sem haldið verður í Reykjavík í október þar sem gerð væri grein fyrir stefnu og áherslum Bandaríkjanna í málefnum Norðurslóða sem og þátttöku Roberts Papp í Arctic Circle Forum sem haldið verður í Singapúr í nóvember. Þá var og fjallað um sérstakan fund utanríkisráðherra og annarra sérfræðinga sem utanríkisráðherra Bandaríkjanna boðar til í Alaska eftir nokkra daga og heimsókn Barack Obama forseta Bandaríkjanna til Alaska en í henni mun forseti Bandaríkjanna fjalla um stefnuáherslur stjórnar sinnar í málefnum Norðurslóða og í baráttunni gegn loftslagsbreytingum.