Fjármögnun fjárfestinga á Norðurslóðum
Forseti tekur þátt í málþingi Arctic Circle sem haldið er í Alaska þar sem Scott Minerd fjárfestingaforstjóri Guggenheim Partners, Sean O’Keefe fyrrum flotamálaráðherra Bandaríkjanna, Hugh Short stofnandi Pt Capital og David Van Slyke sérfræðingur frá Syracuse háskóla fjalla um nýskipan fjárfestinga og fjármögnunar á Norðurslóðum. Kynnt voru drög að nýju regluverki um fjárfestingar á Norðurslóðum þar sem m.a. áhersla væri lögð á umhverfisvernd, gagnsæi og samstarf við frumbyggja sem og áætlun til nokkurra ára um uppbyggingu öflugs fjárfestingasjóðs sem helgaði sig uppbyggingu og framförum á Norðurslóðum. Einnig var rætt um nýjar aðferðir til að fjölga ísbrjótum á Norðurslóðum, en skortur er á slíkum skipum í Bandaríkjunum.