Veftré Print page English

Siglingar og hafnir á Norðurslóðum


Forseti situr málþing Arctic Circle í Anchorage í Alaska þar sem fjallað er um þróun siglinga á Norðurslóðum, einkum um Barentssundið, og uppbyggingu hafna til að þjónusta siglingar á Norðurslóðum. Málþingið sem ber heitið Alaska Summit on Shipping and Ports er hið fyrsta í röð sérstakra ráðstefna undir heitinu Arctic Circle Forum sem haldin eru í öðrum löndum en árlegt þing Arctic Circle er í Reykjavík. Fjöldi sérfræðinga og forystumanna í stjórnkerfi og atvinnulífi Alaska eru ásamt fulltrúum frá öðrum ríkjum Norðurslóða þátttakendur í málþinginu. Í dag verður fjallað um mannvirkjagerð og siglingar um Barentssundið, áform Alaskaríkis í uppbyggingu hafna sem og um stöðu strandsamfélaga.