Bandaríkin og samvinna í orkumálum
Forseti á fund með Mary Bruce Warlick, yfirmanni orkuskrifstofu bandaríska utanríkisráðuneytisins, Robert Barber sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og embættismönnum bandaríska utanríkisráðuneytisins um samvinnu landanna á sviði orkumála, einkum við nýtingu endurnýjanlegrar orku. Fjallað var um samstarfsverkefni á því sviði í öðrum heimshlutum, en íslenskir og bandarískir aðilar vinna nú að byggingu jarðhitavers í Eþíópíu, og um hin fjölþættu tækifæri á Norðurslóðum í nýtingu jarðhita, vatnsorku og vindorku. Samstarfsáætlun um nýtingu hreinnar orku á Norðurslóðum gæti verið veigamikill þáttur í formennsku Bandaríkjanna í Norðurskautsráðinu á næstu árum. Mary Bruce Warlick og samstarfsmenn hennar taka þátt í vinnufundi um orkumál sem haldinn er á Íslandi, en hann er liður í röð slíkra funda sem haldnir verða á næstu misserum.