Græn orka í Færeyjum. Sæstrengur
Forseti á fund með stjórnendum færeyskra orkufyrirtækisins SEV þar sem kynnt var framleiðsla á endurnýjanlegri orku í Færeyjum og áform um aukningu hennar á komandi árum uns allt orkukerfi Færeyja yrði byggt á grænni orku. Auk vatnsorku skiptar vindorka vaxandi sess í orkubúskap Færeyinga og hefur SEV verið virkur þátttakandi í alþjóðlegri tækniþróun á þessu sviði. SEV á einnig í margvíslegu samstarfi við Landsvirkjun, Landsnet, Orkuveitu Reykjavíkur og aðra aðila í íslenskum orkubúskap. Stjórnendur fyrirtækisins lýstu miklum áhuga á lagningu sæstrengs frá Íslandi um Færeyjar til Skotlands sem gæti í senn styrkt orkukerfi Færeyinga og verið mjög arðvænleg viðbót við orkubúskap landsins. Athuganir þeirra hafa einnig beinst að slíkri tengingu við Grænland og hugmyndum um að sæstrengur milli Grænlands, Íslands, Færeyja og Bretlands gæti markað þáttaskil í mótun græns orkukerfis í Norður-Evrópu. Mynd.