Fróðskaparsetur. Norðurslóðir
Forseti á fund með rektor Fróðskaparsetursins, háskóla Færeyja, Sigurð í Jákupsstofu og ýmsum fræðimönnum þar sem m.a. voru kynntar hafrannsóknir og rannsóknir á félagslegum hreyfanleika íbúa Færeyja. Einnig var kynnt nýtt meistaranám í vestnorrænum fræðum sem beinist að þróun stjórnarfars og sjálfbærni í efnahagslífi Færeyja, Íslands, Grænlands og Norður-Noregs. Þá var og rætt um þátttöku Fróðskaparsetursins í Hringborði Norðurslóða, Arctic Circle, enda væri það kjörinn vettvangur til að kynna og styrkja rannsóknir og nám sem fram færi við Fróðskaparsetrið. Myndir.