Veftré Print page English

Laxeldi. Bakkafrost


Forseti á fund í Þórshöfn í Færeyjum með Rúni Hansen og Odd Eliasen stjórnendum laxeldisfyrirtækisins Bakkafrosts sem nú er eitt af stærstu laxeldisfyrirtækjum í veröldinni. Rætt var um þróun laxeldis í Færeyjum, hvaða lærdóma Íslendingar geti dregið af henni, hvernig skipulag eldisins þarf að taka mið af umhverfisþáttum og nauðsyn þess að hvíla hafsvæði reglulega. Að dómi stjórnenda Bakkafrosts mun eftirspurn eftir eldislaxi vaxa mjög á komandi árum og sé staða þeirra á mörkuðum í Asíu og Bandaríkjunum mjög sterk. Þá varpar saga Bakkafrosts einnig ljósi á þróun atvinnu- og efnahagslífs í Færeyjum á undanförnum áratugum. Myndir.