Veftré Print page English

Sendiherra Þýskalands


Forseti á fund með sendiherra Þýskalands Thomas Hermann Meister sem senn lætur af störfum. Rætt var um fjölþætta þróun í samvinnu landanna á undanförnum árum, þátttöku þýskra fyrirtækja í íslensku atvinnulífi, samstarf á sviði menningar og lista, framlag Þýskalands til þróunar Norðurslóða, m.a. með athugun á hugsanlegri höfn í Finnafirði og sérstakri dagskrá á þingi Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem haldið verður í Reykjavík í haust. Sendiherrann var einnig sæmdur hinni íslensku fálkaorðu fyrir framlag sitt til aukinnar samvinnu landanna.