Auðlindir hafsins. Loftslagsbreytingar
Forseti ræðir við Peter Seligmann, stjórnanda bandarísku umhverfissamtakanna Conservation International, sem mjög hafa látið til sín taka við verndun hafsvæða og baráttu gegn loftslagsbreytingum en áformað er að samtökin haldi stjórnarfund á Íslandi á næsta ári, einkum til að kynna sér nýtingu sjávarauðlinda, fiskveiðar og vinnslu sem og þróun margvíslegra tæknifyrirtækja sem sprottið hafa upp í tengslum við íslenskan sjávarútveg. Þá vinna samtökin að undirbúningi sérstakra kynninga á loftslagsráðstefnunni í París í desember sem frönsk stjórnvöld hafa falið þeim að gera. Nokkrir aðrir stjórnarmenn Conservation International, sem einnig heimsækja Ísland, tóku þátt í viðræðunum.