Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar
Forseti afhendir bandaríska geimfaranum Harrison Schmitt Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar sem stofnuð hafa verið af Könnunarsafninu á Húsavík. Þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt og tók Harrison Schmitt við þeim í lok fyrirlestrar sem hann flutti í Háskólanum í Reykjavík. Í fyrirlestrinum rakti Schmitt m.a. það mikilvæga hlutverk sem þjálfun geimfaranna á Íslandi gegndi á sínum tíma, einkum þar eð jarðfræði Íslands nýttist vel sem undirbúningur að sýnatöku á tunglinu.