Veftré Print page English

Kína og Víetnam. Jarðhiti og sjávarútvegur


Forseti á fund með Hauki Harðarsyni, stjórnanda Arctic Green Energy, um þann árangur sem náðst hefur í jarðhitaverkefnum í Kína en íslenskir sérfræðingar, verkfræðistofur og orkufyrirtæki hafa á undanförnum árum tekið þátt í undirbúningi og framkvæmd þeirra. Kínversk stjórnvöld leggja nú vaxandi áherslu á uppbyggingu hreinnar orku í landinu til að draga úr mengun. Einnig var fjallað um áhuga víetnamskra stjórnvalda á að nútímavæða sjávarútveg í landinu og hefja nýtingu hreinnar orku en forseti Víetnams hefur boðið forseta að koma í opinbera heimsókn til landsins í nóvember á þessu ári.