Veftré Print page English

Starfsemi Actavis. Forvarnardagur


Forseti á fund með Vali Ragnarssyni, forstjóra Medis, dótturfyrirtækis Actavis, um breytingar á framleiðslu Actavis á Íslandi en áfram verður rekin hérlendis viðamikil starfsemi í rannsóknum, þróun og þjónustu við lyfjaframleiðslu. Einnig var fjallað um árangurinn af Forvarnardeginum, samstarfsvettvangi æskulýðshreyfinga, skóla og sveitarfélaga sem Actavis hefur stutt frá upphafi en forseti hafði á sínum tíma frumkvæði um það víðtæka samstarf sem Forvarnardagurinn grundvallast á.