Háskóli Sameinuðu þjóðanna
Forseti ræðir við rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna, dr. David M. Mallone, og forstöðumenn þeirra fjögurra deilda skólans sem starfa á Íslandi, Jarðhitaskólans, Sjávarútvegsskólans, Landgræðsluskólans og Jafnréttisskólans. Fjallað var um þróun þessara deilda á Íslandi, hvernig sú reynsla getur nýst háskólanum í öðrum löndum og hvernig auka megi starfsemina, m.a. með því að bjóða sendinefndum stjórnenda ýmissa ríkja að sækja Ísland heim í sérstökum kynnisferðum sem skipulagðar yrðu af deildum háskólans á Íslandi. Í viðræðunum kynnti Dagfinnur Sveinbjörnsson einnig reynsluna af þjálfun indverskra jöklafræðinga á Íslandi og þann vísi að samstarfi á Himalajasvæðinu sem fundurinn í Bútan í febrúar fól í sér, en rektor Háskólans er þekktur fyrir fræðirit sín um Indland, Nepal og þjóðir á Himaalajasvæðinu.