Veftré Print page English

Samstarf um umhverfisvæna tækni


Forseti tekur á móti stjórnendum Carbon Recycling International, sem haft hefur frumkvæði um nýjar aðferðir í umhverfisvænni orkunýtingu, og kínverska bílaframleiðandans Geely sem undirritað hafa samkomulag um þróun þeirrar tækni sem íslenskir vísindamenn og sérfræðingar ásamt öðrum þátttakendum í CRI verkefninu hafa skapað á undanförnum árum. Sú reynsla sem fengist hefur af CRI verksmiðjunni á Reykjanesi gæti haft mikla þýðingu fyrir umhverfisvænni eldsneytisframleiðslu í Kína. Í samræðum rifjaði forseti upp fyrsta fundinn sem hann átti með hugvitsmönnum CRI fyrir um átta árum, heimsókn skömmu síðar til að skoða litla tilraunavél í iðnaðarhverfi í jaðri Reykjavíkur og upphaf framleiðslu í verksmiðjunni á Reykjanesi. Árangur þessa verkefnis væri ekki aðeins mikilvægur fyrir viðskipti og samstarf í orkumálum heldur varpaði hann einnig nýju ljósi á hvernig þjóðir gætu sameinað krafta sína í baráttunni gegn óafturkræfum loftslagsbreytingum.