Breskar rannsóknir á Norðurslóðum
Forseti á fund í London með þingmönnunum James Gray og Mark Prisk og fulltrúum breskra stjórnvalda um kynningu á framlagi breskra rannsókna til Norðurslóða á þingi Hringborðs Norðurslóða - Arctic Circle sem haldið verður í Reykjavík í október. Á þinginu í fyrra kynnti öflug sendinefnd breskra þingmanna áherslur Bretlands í málefnum Norðurslóða og nú er ríkur vilji til að leggja megináherslu á vísindi og rannsóknastarf. Bresk stjórnvöld undirbúa nú stefnumótun í málefnum Norðurslóða í kjölfar á sérstakri skýrslu sem nefnd á vegum Lávarðadeildarinnar kynnti fyrir nokkrum mánuðum.