Veftré Print page English

Framkvæmdastjóri Alþjóða Rauða krossins


Forseti á fund með  Elhadj As Sy framkvæmdastjóra alþjóðahreyfingar Rauða krossins og forystumönnum Rauða kross Íslands, Sveini Kristinssyni formanni Rauða krossins og Hermanni Ottóssyni framkvæmdastjóra. Rætt var um fjölþætt framlag íslenska Rauða krossins til björgunarstarfa og samfélags á Íslandi sem og þátttöku hans í alþjóðlegu hjálparstarfi. Smærri ríki geta verið vettvangur nýjunga og verkefna sem síðar koma að notum á alþjóðlegum vettvangi. Framkvæmdastjórinn tekur þátt í fundi samtaka Rauða krossins í smærri ríkjum Evrópu sem haldinn er í Reykjavík. Þá var einnig fjallað um vaxandi vandamál vegna loftslagsbreytinga, ofsaveðra, stríðsátaka og upplausnar víða um heim og þann vanda sem lömuð stjórnkerfi, skortur á trausti og víðtæk spilling skapa þegar fulltrúar alþjóðlegra hjálparsamtaka koma á vettvang. Mynd.