Veftré Print page English

Sendinefnd frá Beijing


Forseti tekur á móti Guo Jinlong, aðalritara stjórnarnefndar Kommúnistaflokks Kína í Beijing og meðlimi í aðalstjórn kínverska kommúnistaflokksins, og sendinefnd hans sem heimsækir Ísland til að kynna sér nýtingu jarðhita, hitaveitur í borgum og hvernig hrein orka gæti dregið úr mengun og bætt lífskjör í kínverskum borgum. Á fundinum var rætt um hið víðtæka samstarf Íslands og Kína á sviði jarðhita, baráttuna gegn loftslagsbreytingum, bráðnun jökla á Norðurslóðum og á Himalajasvæðinu sem og aukið samstarf á sviði lista og menningar. Að fundinum loknum bauð forseti sendinefndinni til kvöldverðar þar sem rætt var ítarlega um þær breytingar sem verið er að gera á stjórnkerfi Kína, baráttu gegn spillingu og fyrir bættum lífskjörum og auknum réttindum íbúanna, sem og vanda forystumanna í öllum löndum að halda sambandi við almenning og fara að vilja íbúanna við stjórn landa. Auk sendiherra Kína og kínverskra embættismanna sátu fundinn og kvöldverðinn embættismenn forsetaembættisins, forsætisráðuneytisins og utanríkisráðuneytisins. Myndir.