Sendiherra Egyptalands
Forseti á fund með sendiherra Egyptalands hr. Ashraf Elmoafi sem senn lætur af störfum. Rætt var um umrót og breytingar í Egyptalandi á undanförnum árum. Vonir um framþróun í efnahagslífi og kjörum þjóðarinnar sem og átök og ágreining í Mið-Austurlöndum. Sendiherrann áréttaði nauðsyn þess að fjölmiðlar og almenningur í Evrópu og annars staðar fengju rétta mynd af stöðu mála í Egyptalandi, byggða á staðreyndum og raunsönnu mati.