Veftré Print page English

Kínversk umhverfisstofnun


Forseti á fund með forstjóra og fulltrúum kínversku umhverfisstofnunarinnar China Energy Conservation and Environment Protection Group (CECEP) sem sérhæfir sig í endurnýjanlegri orku, orkusparnaði, sjálfbærni og fullnýtingu afurða og  úrgangs. Sendinefndin heimsækir Ísland til að kynna sér fjölþætta nýtingu jarðhita á sviði orkuframleiðslu, húshitunar, ylræktar, ferðaþjónustu og heilsueflingar. Sendinefndin heimsækir m.a. Auðlindagarðinn á Reykjanesi, gróðurhús á Suðurlandi og jarðorkuver.