Veftré Print page English

Heimsókn til Sólheima


Forseti heimsækir Sólheima í Grímsnesi, hlýðir á kynningu á sögu Sólheima og starfsemi, skoðar fræðslusetur og snæðir hádegisverð með íbúum Sólheima. Þá skoðar forseti sýninguna Íslandsganga Reynis Péturs, heimsækir kertagerð, trésmíðaverkstæði, listasmiðju, vefstofu, jurtastofu og leirgerð sem og garðyrkjustöð Sólheima, verslun og kaffihús. Í lok heimsóknarinnar gróðursetti forseti tré við Sólheimakirkju en í kirkjunni var síðan kveðjustund með íbúum Sólheima. Í ávarpi þakkaði forseti fyrir þá lærdóma sem Sólheimar færðu okkur öllum, bæði í mannlegum samskiptum og sjálfbærni í nýtingu jarðarinnar. Myndir