Veftré Print page English

Orðuveiting


Forseti sæmdi fjórtán Íslendinga heiðurmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Þeir eru:

Aron Björnsson yfirlæknir, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi skurðlækninga og heilbrigðismála

Egill Ólafsson tónlistarmaður, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar og leiklistar

Einar Jón Ólafsson kaupmaður, Akranesi, riddarakross fyrir framlag í þágu heimabyggðar

Guðjón Friðriksson rithöfundur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskra bókmennta og söguritunar

Inga Þórunn Halldórsdóttir fyrrverandi skólastjóri, Kópavogi, riddarakross fyrir störf á vettvangi menntunar, uppeldis og fjölmenningar

Jóhann Sigurjónsson sjávarlíffræðingur og forstjóri Hafrannsóknarstofnunar, Reykjavík, riddarakross fyrir forystu á vettvangi fiskirannsókna og hafvísinda

Jón Egill Egilsson sendiherra, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar leiklistar og kvikmyndagerðar

Líney Rut Halldórsdóttir  framkvæmdastjóri Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íþróttahreyfingar

Margrét Lísa Steingrímsdóttir þroskaþjálfi, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu fatlaðra barna og velferðar

Ragnhildur Arnljótsdóttir ráðuneytisstjóri, Reykjavík, stórriddarakross fyrir störf í opinbera þágu

Stefán Reynir Gíslason tónlistarkennari og kórstjóri, Varmahlíð, riddarakross fyrir framlag til tónlistarlífs á landsbyggðinni

Steinunn Briem Bjarnadóttir Vasulka listamaður, Bandaríkjunum, riddarakross fyrir frumkvæði og nýsköpun í myndlist

Þórunn H. Sveinbjörnsdóttir formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og fyrrverandi formaður Sóknar, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu verkalýðshreyfingar og velferðar