Fundur með umhverfisráðherra Kanada
Forseti á fund með Leona Aglukkaq umhverfisráðherra Kanada sem síðastliðin tvö ár var í forsæti Norðurskautsráðsins í formennskutíð Kanada. Á fundinum var m.a. rætt um sívaxandi áhuga forysturíkja í Asíu og Evrópu á þátttöku í stefnumótun og rannsóknum á Norðurslóðum. Þá var og rætt um hið nýja Efnahagsráð Norðurslóða, Arctic Economic Council, sem stofnað var í formennskutíð Kanada, og þing Hringborðs Norðurslóða, Arctic Circle, sem árlega er haldið í Reykjavík og er nú þegar orðinn fjölsóttasti alþjóðavettvangur um málefni Norðurslóða. Mikilvægt væri einnig að hagsmunir og sjónarmið frumbyggja settu ríkulega svip á framtíðarþróun Norðurslóða. Mynd.