Smáþjóðaleikarnir. Móttaka
Forseti tekur á móti þjóðhöfðingjum og öðrum fulltrúum stjórnvalda þeirra ríkja sem taka þátt í evrópsku Smáþjóðaleikunum og forystusveitum íþróttahreyfinganna í öllum þátttökulöndunum. Í ávarpði áréttaði forseti mikilvægi leikanna fyrir þjálfun íþróttafólks frá hinum smærri ríkjum í Evrópu. Smáþjóðaleikarnir væru fyrir fjölmarga keppendur fyrsta alþjóðamótið sem þau taka þátt í.