Veftré Print page English

Konur og lýðræði


Forseti tekur á móti hópi kvenna frá  Center for Women and Democracy í Bandaríkjunum en þær heimsækja Ísland til að kynna sér stöðu kvenna, þróun jafnréttismála og þær breytingar sem orðið hafa á þátttöku kvenna í stjórnmálum sem og í félagslegri löggjöf og réttindum. Forseti lýsti niðurstöðu skýrslu sem gerð var fyrir um 40 árum og hann ritstýrði á fyrstu árum sínum í Háskóla Íslands. Í henni var kortlögð staða kvenna á ýmsum sviðum og spáð fyrir um horfurnar á komandi áratugum. Ísland væri líklega eina ríkið nú þar sem konur hefðu gegnt öllum æðstu stöðum bæði ríkis og kirkju. Þó mætti margt gera betur. Vefur stofnunarinnar.