Evrópsk ráðstefna um flugvelli
Forseti flytur ávarp við setningu evrópskrar ráðstefnu um rekstur flugvalla og flugstöðva. Í ávarpinu rakti hann fjölgun erlendra ferðamanna til Íslands, vaxandi umferð um flugstöðina á Keflavíkurflugvelli og hvernig hún hefði farið fram úr bjartsýnustu spám þegar flugstöðin var reist á sínum tíma. Þá reifaði forseti einnig hvernig vaxandi áhugi í öðrum heimshlutum á ferðum til Evrópu myndi hafa áhrif á hlutverk svæðisbundinna flugstöðva. Einnig væri vaxandi umferð ferðamanna um Norðurslóðir dæmi um þær breytingar sem væru í vændum.