Veftré Print page English

Norrænt skátaþing


Forseti flytur ávarp við setningu norræns skátaþings sem haldið er í Hörpu. Í ávarpinu ræddi forseti þátt skátahreyfingarinnar í menningu og samfélagi norrænna þjóða og framlag þeirra til þjálfunar og uppeldis ungs fólks. Þá lýsti forseti reynslu sinni af skátastarfi sem ungur drengur vestur á fjörðum og í Reykjavík og áréttaði framlag skáta til hátíðarhalda 17. júní og sumardaginn fyrsta.  Skátahreyfingin veitti ungu fólki í senn rætur á heimaslóð og tækifæri til þátttöku í alþjóðlegu starfi og mikilvægt væri að styrkja samstarf norrænu skátahreyfinganna. Að lokum lýsti forseti árangri af Forvarnardeginum þar sem skátahreyfingin á Íslandi tekur höndum saman við aðrar æskulýðs- og íþróttahreyfingar.