Sendiherra Kýpur
Forseti á fund með nýjum sendiherra Kýpur, frú María Papakyriakou, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um reynslu landanna af glímunni við afleiðingar fjármálakreppunnar, nauðsyn samkomulags milli tyrknesku- og grískumælandi íbúa eyjarinnar og bindur sendiherrann miklar vonir við nýhafnar viðræður. Þá lýsti sendiherrann áhuga á að Kýpur gæti fylgst betur með umræðum um þróun mála á Norðurslóðum.