Sendiherra Úrúgvæs
Forseti á fund með nýjum sendiherra Úrúgvæs, hr. Fernando López-Fabregat, sem afhenti trúnaðarbréf sitt á Bessastöðum. Rætt var um stöðu Úrúgvæs í Suður Ameríku, áherslur á sjálfstætt hlutverk landsins á alþjóða vettvangi sem og mikilvægi landbúnaðar og matvælaframleiðslu fyrir efnahagslíf landsins. Úrúgvæ leitar eftir stuðningi Íslands og annarra Norðurlanda við framboð sitt til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hefur einnig áhuga á að kynna sér sérstaklega nýtingu jarðhita á Íslandi.