Veftré Print page English

Þingmannafundur Norðlægrar víddar


Forseti flytur ræðu í upphafi þingmannafundar Hinnar norðlægu víddar en hana mynda þingmenn frá Íslandi, Noregi, Rússlandi og Evrópusambandinu. Fundurinn er haldinn í boði Alþingis. Í ræðunni ræddi forseti hinar miklu breytingar sem einkenna Norðurslóðir, aukinn áhuga ríkja í Evrópu og Asíu á þátttöku í stefnumótun sem og sess Norðurslóða í umræðunni um loftslagsbreytingar og auðlindanýtingu. Þess vegna væri áríðandi að efla þátt lýðræðislegrar samræðu og framlag þingmanna til stefnumótunar á Norðurslóðum. Lagði forseti til að þingmannafundir Hinnar norðlægu víddar yrðu því framvegis árlegir.