Veftré Print page English

Heimsókn frá Keníu


Forseti á fund með Ababu Namwamba þingmanni og fyrrum ráðherra frá Keníu sem heimsækir Ísland til að kynna sér þjóðlíf, efnahagsþróun og náttúru. Hann er einnig þekktur í heimalandi sínu fyrir framlag sitt til lýðræðisþróunar og betra stjórnarfars. Fjallað var um þróun Íslands frá fátæku samfélagi bænda og sjómanna til velferðar samtímans, nýtingu jarðhita og samstarf við Keníu á því sviði en miklar jarðhitalindir eru í landinu. Þá var og rætt um þróun lýðræðis og stöðu mála í Afríku. Fundinn sat einnig Paul Ramses Oduor sem búið hefur á Íslandi undanfarin ár og unnið að tengslum landannna á sviði mennntunar ungmenna og mannúðarmála.